Sjónauki
Á flottasta, nákvæmasta riffil í alheiminum þarf góðan sjónauka og ég valdi að setja Nightforce á minn Sako TRG-22
Nightforce NXS 5,5-22x56 Þótt riffillinn hafi ekki komið með neinum sjónauka eða sigtum og þar sem ég er aðalega að fjalla um SAKO TRG-22 riffilinn minn finnst mér nauðsynlegt að fjalla lítilega um sjónaukann. Ég valdi Nightforce NXS 5,5- 22X56mm á riffilinn minn og það sem olli því að ég valdi þennan sjónauka frekar en einhvern annan, er hversu bjartur hann er og skarpur eins var ég mjög hrifinn af krossinum, nú og svo er líka hægt að lýsa upp krossinn á honum sem er mikill kostur ef farið er að rökkva. Framleiðsla Nightforce sjónaukar verða að standast ýmsar þolraunir svo notuð séu eigin orð framleiðanda, t.d. verða þeir að þola 20metra (66 feta) vatnsdýpi, frystir með nitrogen niður í -62°C (-80ºF) og síðan hitaðir upp í 121°C (250ºF) á innan við klukkutíma og virkni prófuð við bæði hitastigin, þeir eru prófaðir við 1,200 G bæði jákvæð og neikvæð öfl. Það er notað 6061-T6 flugvéla ál í sjónaukana og er umgjörðin 2-3 sinnum þykkari en í flestum öðrum sjónaukum sem að vísu gerir þá svolítið þyngri en þeir hjá Nightforce segja að það auki nákvæmi þeirra.